Afmælisbörn 1. október 2017

Þráinn Árni Baldvinsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar:

Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og eins árs á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og Skálmöld sem er auðvitað með þekktustu sveitum landsins en hann hefur einnig leikið á plötum Baggalúts hópsins svo annars konar dæmi séu tekin.