Jólasöngur frá Coventry
(Lag / texti: erlent lag / Trausti Þór Sverrisson)
Sofi nú sætan,
sofi nú rótt
barnið mitt blítt í nótt.
Hlífi við nauð
mín höndin snauð
barni sem blundar hljótt.
Minn ljúfur dæll,
ó, lifinn og sæll,
sofðu nú, sofðu rótt.
Vígmanna myrkt
er valdið styrkt
konungs á dyggri drótt:
Hvern bur undir sigð
í Betlehems byggð.
Fölna fer skinnið rjótt.
Vaki ég ein
með vá og mein.
Nær muntu numinn skjótt?
Minn ljúfur dæll,
ó, lifinn og sæll,
sofðu nú, sofðu rótt.
[af plötunni Kristinn Sigmundsson – Ég held glaður jól]














































