Saddur
(Lag / texti: erlent lag / Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Pálsson)
Saddur…
Æ svona fáðu þér smá, bragðaðu á.
Hér er desertinn minn – hleyptu honum inn – í litla munninn þinn.
Saddur…
Mér tókst að éta á mig gat. Fat eftir fat.
Ég borðaði of skart – nú er það svart – ég meika þetta vart.
Saddur…
Fáðu þér svolítinn bit, Sýndu nú lit.
Fáðu þér ávaxtamauk – brjóstsykursstauk – og Makkintoss í bauk.
Veistu ég get ekki meir – Bara get ekki meir.
Ég teygaði af stút – belgdi svo út – lítinn mallakút.
Saddur…
Æ, svona fáðu þér nú tíramísú,
smá hindberjaís, smjörtertuflís – Nei, ekki meira … plís.
[af plötunni Baggalútur – Næstu jól: 11 ástsæl aðventu- & hátíðarlög]














































