Undrastjarna
(Lag / texti: þjóðlag / Rúnar Júlíusson)
Við vitringar frá austurlöndum
færum gjafir, komnir langt að.
Um akra, brunna, mýrar, hæðir
leiddi oss stjarna skær.
viðlag
Undrastjarna, stjarna lífs;
stjarna konungs, björt og skær,
leiðir vestur – sífellt áfram.
Leið oss til hins eilífa ljóss.
Fæddur konungur er í dag.
Færum við gull til krýningar hans.
Konungur ljóssins, eilífur andi,
yfir oss ríkjandi.
viðlag
Myrra er mín. Hinn beiski ilmur
andar lífi sameiningar,
saknandi, blæðandi, deyjandi
– innsiglt í kaldri gröf.
viðlag
[af plötunni Gleðileg jól – ýmsir]