
Talúla
Tríóið Talúla (Talulla) vakti nokkra athygli fyrir lag sem það átti í kvikmyndinni Blossi: 810551, sem sýnd var í bíóhúsum landsins 1997.
Það voru þeir Davíð Magnússon, Ottó Tynes og Þórarinn Kristjánsson sem skipuðu sveitina, og höfðu verið nokkurn tíma í henni þegar platan með tónlistinni úr myndinni kom út. Ekki liggur þó fyrir hversu lengi sveitin starfaði.














































