Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar (1958 / 1969)

Heimildir finnast um tríó kennd við Jón Sigurðsson og er að öllum líkindum um að ræða Jón Sigurðsson bankamann svokallaðan en hann lék á harmonikku.

Harmonikutríó Jóns Sigurðssonar lék inn á plötu árið 1958 en sú skífa var fjögurra laga og skiptist milli þeirrar sveitar og Harmonikutríós Jan Morávek. Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessarar sveitar og var hún að líkindum sett saman til þess að leika einungis inn á þessa einu plötu. Einnig eru heimildir um tríó sem starfaði í nafni Jóns Sigurðssonar sumarið 1969 en engin leið er að vita hvaða Jón var þar á ferð með sveit sína.

Að síðustu er getið um Tríó Jóns Sigurðssonar sem lék gömlu dansa tónlist veturinn 1988-89 en þar er líklega um að ræða einhvers konar útgáfu af Hljómsveit Jóns Sigurðssonar [3] sem þá var starfrækt af Jóni bankamanni.

Efni á plötum