
Barnakór Grindavíkurkirkju
Barnakór Grindavíkurkirkju starfaði í nokkur ár í lok síðustu aldar en það kórastarf endaði með skyndilegum hætti í árslok 1998.
Kórinn hafði verið stofnaður árið 1990 af Siguróla Geirssyni sem þá var nýtekinn við stöðu skólastjóra tónlistarskólans í Grindavík. Um þrjátíu börn skipuðu kórinn og hann naut fljótlega nokkurra vinsælda í heimabyggðinni. Vilborg Sigurjónsdóttir eiginkona Siguróla kom síðan inn haustið 1992 sem annar stjórnandi og stjórnuðu þau hjónin kórnum í sameiningu upp frá því.
Kórinn söng margsinnis opinberlega við kirkjutengdar athafnir en einnig utan kirkjustarfsins og 1996 fór hann til Danmerkur í viku söngferðalag.
Starf Barnakórs Grindavíkurkirkju hlaut þó skyndilegan endi þegar Siguróli lenti í alvarlegu bílslysi rétt fyrir jólin 1998 en hann jafnaði sig aldrei og lést rúmlega tveim árum síðar.














































