Nú er ég léttur
(Lag / texti: Geirmundur Valtýsson)
Nú er ég léttur
og orðinn nokkuð þéttur,
ég er í ofsastuði
og elska hvern sem er.
Nú er ég þreyttur
og ákaflega sveittur
í þessu létta lagi
þig legg að vanga mér.
Þú ert svo sæt og yndisleg
að allur saman titra ég
af ást til þín,
ó elskan mín,
ó er ekki veröldin dásamleg.
Nú er ég léttur
og orðinn nokkuð þéttur
því nú er ballið búið,
ég býð þér með mér heim.
[m.a. á plötunni Geirmundur Valtýsson – Á fullri ferð]














































