Afmælisbörn 12. október 2018

Páll Ísólfsson

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi:

Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en síðan í Dómkirkjunni, stjórnaði einnig Lúðrasveit Reykjavíkur og starfaði síðan við Ríkisútvarpið sem tónlistarstjóri. Hann stýrði einnig Tónlistarskólanum í Reykjavívk, sinnti félagsstörfum tónlistarmanna m.a. sem formaður Félags íslenskra organista, og samdi tónlist, m.a. Alþingiskantötu 1930 við hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar sem margir segja vera fyrsta stóra íslenska tónverkið. Páll lést 1974.

Auglýsingar