Friðargarðurinn

Friðargarðurinn
(Lag / texti: Bubbi Morthens)

Mjólkurhvít ský þau skríða yfir bæinn,
skuggi undir húsvegg lifnar við.
Hér á meðal trjánna í garðinum græna
geta allir fundið ró og frið.

Mosavaxin trén þau tala við mig,
taka burt stressuð úr huga mér,
yndislegar sögur mér segja
að sálir dauðra lifi í sér.

Í friðargarðinum gefur að líta
gamlar konur arfann slíta,
róna drekka deginum að eyða,
dópaðan ungling ástina leiða,
fólk á göngu fyrir háttinn –
þar fékk hann Þórbergur dráttinn.

Í friðargarðinum.

Ég sé ártöl hoggin í hrjúfa steina,
heiðnar rúnir, engla og ský,
nöfn á fólki fallin í gleymsku
falin milli trjánna garðinum í.

Mjólkurhvít ský þau skríða yfir garðinn,
skuggar undir trjánum lifna við.
Kött sé ég hljóðlaust klifra birkið,
kvöldið færir huganum frið.

[af plötunni Bubbi Morthens – Nóttin langa]