
Omo frá Siglufirði
Hljómsveitin Omo starfaði á Siglufirði um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, mitt í miðju bítlafárs.
Sveitin mun hafa verið starfandi að minnsta kosti á árunum 1964 og 65, og fór víða um norðanvert landið til spilamennsku á dansleikjum. Meðlimir hennar voru þeir Magnús Guðbrandsson gítarleikari, Elías [Þorvaldsson?], Guðmundur Garðar Hafliðason trommuleikari og Halli [?] Óskarsson.
Óskað er eftir fullum nöfnum og hljóðfæraskipan þar sem það vantar í umfjöllunina hér að ofan.


