GH sextett (1960)

GH sextett

GH sextett starfaði í Vestmannaeyjum og var líkast til djassskotin hljómsveit.

Sveitin var stofnuð haustið 1960, ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði en líklega voru það nokkrir mánuðir uns sveitin gekk í gegnum mannabreytingar og gekk eftir það undir nafninu Rondó sextettinn.

Meðlimir GH sextetts voru Aðalsteinn Brynjúlfsson bassaleikari, Jón Stefánsson söngvari, Huginn Sveinbjörnsson klarinettuleikari, Valgeir Sveinbjörnsson gítarleikari, Sigurjón Jónsson trommuleikari og Guðni A. Hermansen hljómsveitarstjóri sem lék á tenór saxófón.