Brosin

Brosin
(Lag / texti: erlent lag (Smiles) / Kristín M. J. Björnsson)

Kæra, hver ég finn
hví þig elskar hugur minn,
að sér dregur yndislegur
innri maður þinn.
Kæra, ég sé að
ástbros hvert er gafstu, það
breytti’ í gleði
beiskjugleði,
bjart og óþvingað.

Brosin hlý þau búa’ oss gæfu,
brosin ungu vekja þrá.
Kærleiksbrosin eyða angurs tárum,
eins og sólin þerri döggvot strá.
Viðkvæm bros með helga huliðsmeining,
hjartans vini aðeins skilið fá,
en þau bros er líf mitt fylla’ og fegra
er fagnaðs geislinn á þinni brá.

[óútgefið]