Hann hraustur var sem dauðinn

Hann hraustur var sem dauðinn (úr Skipið sekkur)
(Lag / texti: Bjarni Þorsteinsson / Indriði Einarsson)

Hann hraustur var sem dauðinn og hugrakkur sem ljón,
og hverjum manni fremri að verja ættarfrón.
En þó féll hann í ónáð og enga fann þess bót.
Hann yfirgaf svo land sitt og borg og festarsnót.

Á ókunnugum stigum þó allir þekktu hann,
með óvinunum fornu hann margan sigur vann.
Þeir drukku oft hans minni og dáðu hann í söng,
og dagur hver var glaðvær en nóttin varð svo löng.

Hans borg lá heima í rústum, hans bleika meyjaval,
ei bein hans fékk að grafa; þau hvítnuðu í val.
En borgina hans auðu og brotnu, segir drótt,
einn bleikur gistir riddari hverja föstunótt.

[óútgefið]