Heim, heim

Heim, heim
(Lag / texti: erlent lag / Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind))

Þótt leið liggi um borgir með ljómandi skraut,
kýs heimkynnið hjartað og hvers er þar naut:
sem himinkyrrð helgað allt hugljúft þar var
þótt farið sé fjarri, það finnst aðeins þar.
Heim, heim – hve ljúfan heim.
Ei átthögum líkist neitt annað í heim.

Ég útlægur unað við fegurð ei fæ.
Ó, gef mér minn sólkyrra sveitlæga bæ.
Þar smáfuglar sungu án ótta sinn óð.
Hve elska’ ég þig bernska, þinn frið og þau ljóð.
Heim heim – hve ljúfan heim.
Ei átthögum líkist neitt annað í heim.

[m.a. á plötunni Elsa Sigfúss – [ep]]