Hvít jól [2]

Hvít jól [2]
(Lag / texti: erlent lag / Fríða Sæmundsdóttir)

Mig dreymir um mín æskujól,
ómuna fögru “Heims um ból”.
Og um bjöllunnar hljóm
og barnanna róm,
sem biðja um hækkandi sól.

Mig dreymir horfna dýrð og ró,
dúnmjúkan, hvítan jólasnjó,
og um klukknanna ómfagra klið,
sem kveikir von um líf og frið.

[m.a. á plötunni Haukur Morthens – Hátíð í bæ]