Kvöld eftir kvöld

Kvöld eftir kvöld
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Þorsteinn Eggertsson)

Kvöld eftir kvöld,
köldum síðkvöldum á,
má stundum sjá fjörugan meyjahóp
mæta peyjahóp,
bæði í bæjum og sveitum.
Ef betur við leitum
getum við séð slík gleðihöld
kvöld eftir kvöld.

Öfundarorð
ýmsum öldungum frá oft heyra má,
því æskan er svo kát,
unir sér svo kát.
Svo eldist ungt fólk sem aldrað,
og enginn því bannar
að segja um margt yngra fólk
öfundarorð.
Kvöld eftir kvöld,
fólk skammast, það er ei til neins.
Öld eftir öld,
það mun samt verða alveg eins.

Kvöld eftir kvöld,
köldum síðkvöldum á,
má stundum sjá fjörugan meyjahóp
mæta peyjahóp,
bæði í bæjum og sveitum.
Ef betur við leitum
getum við séð slík gleðihöld
kvöld eftir kvöld.
Kvöld eftir kvöld,
fólk skammast, það er ei til neins;
öld eftir öld,
það mun samt verða alveg eins.
Kvöld eftir kvöld.

[m.a. á plötunni Hljómar – Hljómar 1965-68]