Sjómannavísa [2]

Sjómannavísa [2]
(Lag / texti: Jón Þorkelsson / Hólmfríður Jónsdóttir)

Kvöldið er fagurt og brosmilt á brá,
báturinn vaggar sér létt öldunum á.
Glöð verður sigling um sólroðna dröfn,
sælan þó meiri er kemst ég í höfn.
Hafmey úr djúpinu mér brosir við blítt,
baðar í kvöldroða gullhárið sítt.
Um hana ég skeyti ei hót,
því hjarta mitt bundið er blóðheitri snót.

Kljúf þú nú bátur minn, lognværa lá,
ljúflings dís minni skulu tónarnir ná.
Leið tekur enda, þó langt væri sótt,
ljóshærðan svanna ég gisti í nótt.
Hafmey í djúpið bláa hverfur mér sýn,
hlæjandi sporðinum veifar til mín.
Um hana skeyti ei hót,
því hjarta mitt bundið er blóðheitri snót.

[af plötunni Sextett Jóns Sigurðssonar og Stefán – [ep]