Tvímenning ástaraugans mér drekk

Tvímenning ástaraugans mér drekk
(Lag / texti: erlent lag (Drink to me only with thine eyes) / Kristín M. J. Björnsson)

Tvímenning ástaraugans mér drekk,
mitt auga þér hollustu sver,
leggirðu koss á bikarsins barm
ég bið ekki’ um vína handa mér.
Sál mína þyrstir, það veit guð,
hún þráir himneska veig.
Þinn ástar drykk, þá lífsins lind
ég léti ei fyrir vínteig.

Ég gaf þér eitt sinn angan rós,
en ei þó af dyggð, því ver,
heldur í þeirri vissu von
hún visnaði ei hjá þér.
Þinn andi blómið aðeins snart,
þú endursendir það mér,
síðan ei grær né ilmar það eitt
en ilm frá þér sjálfri ber.

[óútgefið]