Unglingasveitin Gott starfaði á árunum 1991-92 á höfuðborgarsvæðinu og lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1992. Sveitin hafði verið stofnuð snemma um veturinn á undan en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði.
Meðlimir Gotts voru þeir Bjarki Ólafsson hljómborðsleikari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari og Sveinbjörn Bjarki Jónsson hljómborðs-, slagverks- og gítarleikari.














































