Að vera í sambandi
(Lag / texti: Jakob F. Magnússon, Valgeir Guðjónsson og Tómas M. Tómasson)
Að vera‘ í sambandi við annað fólk er mér lífsnauðsyn,
ég er félagshyggjumaður eins og hann afi minn.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Ég trúi‘ á mátt hinna mörgu, því vil ég hvetja þig
að snarast nú út á gólfið og reyna‘ stæla mig,
sambandi, ég verð að ná sambandi.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Á táberginu tiplum, sækjum fram á við,
hoppum fyrst til hægri, þá á vinstri hlið.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Ég trúi á mátt hinna mörgu, því vil ég hvetja þig
að snarast nú út á gólfið og reyna‘ að stæla mig.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Sóló (að vera í sambandi…)
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
Sambandi, ég verð að ná sambandi.
[af plötunni Með allt á hreinu – úr kvikmynd]














































