Bambino del Oro
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)
Bambino del Oro.
Hver vill verða forsætisráðherra?
Hver vill hætta að borga reikninga?
Hver vill hafa þyrlu til afnota?
Hver vill fá kókið í kranann heima?
Bambino del Oro.
Sakar ekki.
Hver vill fá seðla senda í pósti?
Hver vill fá ráðið hvað sé í sjónvarpi?
Hver getur skipt varnarmanni í sóknarmann?
Hver vill fá að dæma leikinn sjálfur?
Bambino del Oro.
Sakar ekki.
Ég vil eiga land við Miðjarðarhafið!
Ég hef engar áhyggjur af heiminum!
[af plötunni Ég – Plata ársins]