Ef þú gætir breytt
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)
Ef þú gætir breytt um hljóm
í öllum lögum sem þú heyrir í útvarpinu.
Já, væri lífið ekki dásamlegt?
Já, væri það bara ekki eins og að vera.
Guð-mundur frá Miðdal
og Helgi Björns
og Einar Már.
Ef þú gætir breytt um lit
á öllum ljósmyndum og líka í sjónvarpinu.
Já, væri lífið ekki dásamlegt?
Já, væri það bara ekki eins og að vera.
Þór-bergur Þórðarsson
og Rúni Júl.
og Hugleikur.
Væri það ekki dásamlegt?
Ef þú gætir skipt um orð
í öllum blöðum, internetinu og tímaritum.
Já, væri lífið ekki dásamlegt.
Já, væri það bara ekki eins og að vera.
Múhameð-Ali G
og Ringo Starr
og Stephen King.
[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]














































