Sjónvarpið gæti selt okkur skít (kúk)

Sjónvarpið gæti selt okkur skít (kúk)
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Vissir þú það að fjölmiðlar hafa mest áhrif á það
sem þú ert að hugsa,
þú myndir kaupa geisladisk með Herði Torfasyni
ef hann gæti auglýst.

Sjónvarpið gæti selt okkur skít, kúk!

Sjónvarpið gæti selt okkur skít, kúk!

Aumingja Hilmar,
vesalings Dabbi.

Hvort myndir þú vilja eiga banka eða fjölmiðil?
Þú mátt velja bæði,
af hverju ætti ekki að vera til fólk sem blóðlangar
að selja okkur ímynd?

Sjónvarpið gæti selt okkur skít, kúk.

Til þess að geta sagt okkur hvað sé kúl
og hvað sé ekki að gerast í fréttum.

Sjónvarpið gæti selt okkur skít, kúk!

Aumingja Solla,
vesalings Bjössi.

Við erum dáleiddir þrælar!

Af hverju ætti ekki að vera til fólk sem blóðlangar
að selja okkur ímynd?

Sjónvarpið gæti selt okkur skít, kúk!

[af plötunni Ég – Lúxus upplifun]