Eiður Smári Guðjohnsen

Eiður Smári Guðjohnsen
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak.
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.
Maradona,
Jurgen Klinsmann,
Roberto Baggio,
Eiður Smári…
Tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.

Viltu finna mig, ég er týndur.
Hef ekki fengð boltann
í fimm mínútur.
Ég var með boltann áðan
og sólaði fjóra,
og skoraði mark.
Mér hefur aldrei liðið svona illa
í fætinum og hálsinum, gefiði á mig!

Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
af hvaða færi sem er.
Albert Guðmundsson,
Ásgeir Sigurvinsson,
Arnór Guðjohnsen,
Eiður Smári…
Hann tekur skot og skorar mark!
Skeytin-inn afturábak!
Hann skorar nánast alltaf þegar hann vill,
sama hver er í marki.

[af plötunni Ég – Plata ársins]