Ferðalag
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)
Hvað ef tilgangur lífsins er
að gefa af sér og elska aðra,
hvað ætlar þú að
gera í dag?
Viltu koma með í ferðalag?
Hvað ef tilgangur dagsins er
að hjálpa til og gleðja aðra,
hvað ætlar þú að gera í kvöld?
Viltu syngja þetta lag með mér?
Vilt þú koma með í ferðalag
þar sem þú þroskast við hverja raun?
Hvað ef tilgangur lífsins er
þetta ferðalag sem lífið er.
[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]














































