Lommér að sjá

Lommér að sjá
(Lag / texti Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Andrea Gylfadóttir)

Sólin geisla sendir,
þeir vekja duldar kenndir.
Hógvær á þig bendir,
lyftir þungri brá.

Gefðu lausan tauminn
og láttu rætast drauminn.
Þægilegan strauminn
finndu innan frá.

Hei – viltu losa þennan hnút?
Viltu heldur springa út?
Finna sálartetrið opna luktar dyr?
Hei – viltu losa þennan hnút?
Viltu heldur springa út?
Finna sálartetrið opna luktar dyr?

Hei – hei – lommér að sjá,
láttu gleðina í ljós,
dragðu burtu myrkratjöldin.
Ég sagði:
Hei – hei – lommér að sjá,
gefðu tilverunni hrós,
láttu brosið taka völdin.

Stend hér í blómabreiðu,
litadýrðin kringum mig
eins og regnboginn sé lagstur út.
Hei – hér er margt að sjá,
ekkert liggur á
ef ég má,
augum ljá,
Baldursbrá,
Gullinbrá
og gleymméreisvo blá.

Sjáum nú hvað setur
og hvers þú lífið metur.
Kraftinn ávallt getur
þú til sólar sótt.

Finndu hjartað tifa
og njóttu þess að lifa.
Norðurljósin skrifa
nafnið þitt í nótt.

Hei – viltu losa þennan hnút?
Viltu heldur springa út?
Finna sálartetrið opna luktar dyr?
Hei – viltu losa þennan hnút?
Viltu heldur springa út?
Finna sálartetrið opna luktar dyr?

Hei – hei – lommér að sjá,
láttu gleðina í ljós,
dragðu burtu myrkratjöldin.
Ég sagði:
Hei – hei – lommér að sjá,
gefðu tilverunni hrós,
láttu brosið taka völdin.
 
[m.a. á plötunni Todmobile – 2603]