Hollywood-ást

Hollywood-ást
(Lag / texti: Róbert Örn Hjálmtýsson)

Hvað tilgangi þjónar
það að aðhyllast Hollywood-ást?
Já, getur verið að heimurinn
sé gegndrepa af Hollywood-ást?

Æðsta takmarkið hjá körlum í Hollywood-ást
er að láta þvo þvottinn sinn
og fá reglulegt sáðlát.

Hjá konum er helsta takmarkið
fjárhagslegt öryggi
og fyrir það eru þær tilbúnar
að vinna allan sólarhringinn.

Já, þetta viðskiptakonsept
sem við köllum Hollywood-ást
er oftast staðfestur
sem skriflegur samningur
í kirkjum.

Rómantík er kannski það
sem við köllum Hollywood-ást?
að elska veraldlegar eigur og ímynd
Hollywood-ást.

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]