Sumarteiti

Sumarteiti
Lag og texti: Róbert Örn Hjálmtýsson

BJARTUR
DAGUR, SÓLSKIN OG HEIÐSKÍRT.
TIL HAMINGJU
MEÐ SUMARIÐ.

TEITI
FYRIR UNGA SEM ALDNA.
ÞÉR ER BOÐIÐ
Í GLEÐSKAPINN.

DRÍFA SIG, DRÍFA SIG.

RJÓMI,
KAKÓ, KÖKUR OG KLEINUR
OG STEMMNINGIN
ER DÁSAMLEG.

TRÚÐAR
HOPPA, DANSA OG HLÆJA
OG TÓNLISTIN ER SKEMMTILEG.

DRÍFA SIG, DRÍFA SIG.

VEÐURSPÁ FYRIR ÍSLAND NÆSTA SÓLARHRINGINN,
TUTTUGU OG FJÖGURRA STIGA HITI OG LOGN.
SUMSÉ, FULLKOMIÐ VEÐUR TIL AÐ SKELLA SÉR Í TEITI.

GRILLKJÖT,
KALDIR DRYKKIR OG SUNDLAUG
OG HUNDARNIR
FÁ ÖLL BEININ.

DANSGÓLF
FYRIR STÚLKUR OG DRENGI
OG HLJÓMSVEITIN
ER STÓRKOSTLEG.

SUMARTEITI,
ÞETTA VERÐUR ÖRUGGLEGA PARTÍ ÁRSINS!

AF HVERJU VILJA KRAKKAR LEIKA SÉR MEÐ BYSSUR OG SVERÐ?
AF HVERJU VILJA FULLORÐNIR SKEMMTA SÉR MEÐ ÁFENGI?
Í ÞESSU PARTÍI
ER ÖLLU OFBELDI OG LEIÐINDUM SLEPPT.

BJARTUR
DAGUR, SÓLSKIN OG HEIÐSKÍRT.
TIL HAMINGJU
MEÐ SUMARIÐ.

TEITI
FYRIR UNGA SEM ALDNA.
ÞÉR ER BOÐIÐ
Í GLEÐSKAPINN.

DRÍFA SIG, DRÍFA SIG.

BJARTUR
MÁNI,
VARÐELDUR OG SYKURPÚÐAR
OG ÖLL FJÖLSKYLDAN
SYNGUR ÚTILEGULÖGIN SAMAN.
DRÍFA SIG, DRÍFA SIG
OG TAKTU ALLA SKEMMTILEGU VINI ÞÍNA MEÐ ÞÉR.

[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]