Ímynd fíflsins

Ímynd fíflsins
(Lag og texti: Róbert Örn Hjálmtýsson / Baldur Sívertsen Bjarnason)

Við lifum í heimi þar sem að umbúðir
er mikilvægari en innihaldið.
Já, fyrirsagnir blaða er bara eitt dæmi,
við trúum því jafnvel að fötin skapi manninn.

En hver er ég að dæma þetta allt?

Höfðu Hafnfirðingarnir
rétt fyrir sér er þeir sungu
að fólk væri fífl?
Sú lýsing passar við mig.

Ég reyki sígarettur, drekk kók og borða snakk
og læt svo fóðra mig af áróðri úr sjónvarpi.

Ímynd fíflsins.
Ímynd fíflsins.

Höfðu Hafnfirðingarnir
rétt fyrir sér er þeir sungu
að fólk væri fífl?
Sú lýsing passar við mig.

Við viljum láta skemmta okkur
og næra í leiðinni egóið
og borða bara ruslfæði
með munninum og augunum,
við erum flest fífl.

Hvaða máli skiptir okkar eigin ímynd?

Hvaðan fékkst þú þitt egó?

[af plötunni Ég – Ímynd fíflsins]