Franskar (sósa og salat)

Franskar (sósa og salat)
(Lag / texti: Valgeir Guðjónsson og Egill Ólafsson)
 
Sjáið hvað úr sjó má fá,
hlýddu‘ á ljóð mitt hringaná,
hörpudisk og hámeri,
hamsatólg úr Jónsveri,
oj – oj.

Hamborgarann helst ég kýs,
pinkstöffið og pinnaís,
ekkert illt af þessu hlýst,
síðast svo en ekki síst
við viljum franskar, sósu‘ og salat,
við viljum franskar, sósu‘ og salat.

Af þorskalýsi braggast best
börnin smáu allra flest,
þau úða í sig ýsunni,
ýsa‘ er góð í krísunni,
oj – oj…

Grillmatur er góður,
gómsætt kjarnafóður.

Rjómasoðnu rækurnar.
Ég girði frá mér brækurnar.
Svona fór um sjóferð þá,
af þessu sitthvað læra má.
Við viljum franskar, sósu‘ og salat,
við viljum franskar, sósu‘ og salat.

Þetta‘ er langbesta sjoppan sem að ég hef komið í
og hún er æðislega góð (Sósu‘ og salat? Sósu‘ og salat?)
Þetta‘ er langbesta sjoppan sem að ég hef komið í
og hún er æðislega góð (Sósu‘ og salat? Sósu‘ og salat?)
Þetta‘ er langbesta sjoppan sem að ég hef komið í
og hún er æðislega góð (Sósu‘ og salat? Sósu‘ og salat?)
Þetta‘ er langbesta sjoppan sem að ég hef komið í
og hún er æðislega góð

[af plötunni Með allt á hreinu – úr kvikmynd]