Rússinn
Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson /Andrea Gylfadóttir)
Hún stendur ein og svörtum síðkjólum
og staupar sig á bláum mjöð.
Hún bíður hans á stórum svölunum
og ber þrá – hún vill vera glöð.
Nóttin er oft svo löng,
við áttum vonir og stóran draum – um ástina.
Þögnin í nóttinni, hún minnir mig á þig
því þú ert langt í burtu
og til þín hefur ekki spurst.
Og ef að tunglið teygir tunguna
þau saman sleikja hennar sár,
á meðan tíminn togar æskuna
hefur hún átt – hefur hún átt sín bestu ár.
[af plötunni Todmobile – Spillt]














































