Sjómannskveðja
(Lag / texti: Jenni Jóns)
Kæra kveðju sendi ég heim af sænum,
sækir heimþrá löngum huga manns.
Heim á leið mig flytur fley
til feðra minna draumalands.
Tíminn er á stundum lengi að líða,
ljúfir heima ástvinirnir bíða.
Heim á leið mig flytur fley
til feðra minna draumalands.
Þar sem allar óskir rætast,
elskendur og vinir mætast,
ástarheitur kysstur koss.
Glaður heim með góða veiði,
glatt skín lífsins sól í heiði,
heima að vera er hjartans hnoss.
Kæra kveðju sendi ég heim af sænum,
sækir heimþrá löngum huga manns.
Heim á leið mig flytur fley
til feðra minna draumalands.
sóló
Þar sem allar óskir rætast,
elskendur og vinir mætast,
ástarheitur kysstur koss.
Glaður heim með góða veiði,
glatt skín lífsins sól í heiði,
heima að vera er hjartans hnoss.
Kæra kveðju sendi ég heim af sænum,
sækir heimþrá löngum huga manns.
Heim á leið mig flytur fley
til feðra minna draumalands.
[af plötunni Elly Vilhjálms – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]