Við fljúgum

Við fljúgum
(Lag / texti: Jenni Jóns)

Heim, aftur heim, heim aftur heim,
heim, aftur heim, heim við fljúgum heim.

Að fljúga er dásemd með farkosti góðum
og ferðast um loftin blá.
Umhyggju njóta frá fríðustu fljóðum,
hve fagurt er lífið þá.

Við lifum og hrærumst sem ljúfum í draumi
um ljósfagurt norðurhvel.
Hátt ofar skýjum í gleði og glaumi,
gengur þá ferðin svo vel.

Heim, aftur heim, heim aftur heim,
heim, aftur heim, heim við fljúgum heim.

Við höfum ferðast til fjarlægra landa
og flogið langt út í geim.
Flughetjur ungar við stjórnvölinn standa
og stefnan er aftur heim.

Við lifum og hrærumst sem ljúfum í draumi
um ljósfagurt norðurhvel.
Hátt ofar skýjum í gleði og glaumi,
gengur þá ferðin svo vel.

Heim, aftur heim, heim aftur heim,
heim, aftur heim, heim við fljúgum heim.
 
Heim, aftur heim, heim aftur heim,
heim, aftur heim, heim við fljúgum heim.
 
[m.a. á plötunni Elly Vilhjálms – Elly Vilhjálms og Einar Júlíusson syngja lög Jenna Jóns]