Spiladósarlagið
(Lag / texti: Andrea Gylfadóttir)
Eitt sinn var ég eins og þú,
venjuleg stelpa og svo bang.
Þar kom galdranornin
og breytti mér í spiladós og svo:
Hún lagði á mig þetta lag
og ég spila stanslaust…
… áfram – og svo aftur á bak,
mig svimar, því hring eftir hring
snýst ég endalaust.
Áfram – og svo aftur í hring.
Vill einhver hjálpa mér út?
Þú ert nú á valdi mínu spiladós,
engin önnur norn á svona spila-la-dós.
Þú munt verða stolt mitt,
ég tek þig með á nornaþing í nótt.
Ég vinna skal verðlaunin
er þú spilar lag mitt…
… áfram – og svo aftur á bak,
við nornirnar, við munum dansa endalaust.
Áfram – þar til sólin rís á ný,
þá tek ég þig með aftur heim.
Mig langar til að verða laus
undan álögum spiladósanornarinnar.
En ómögulegt held ég sé
að verða við þeirri bón minni.
Nema – ef ættir þú fiðrildi
sem að gæti sungið…
… áfram – og svo aftur á bak
í kollhnísa tvo og svo hring,
sest á nef mér og sofnað,
aðeins örlitla stund.
Þá álögum losna ég úr
og svo endalaust
og svo aftur á bak
í kollhnísa tvo og svo hring,
sest á nef mér og sofnað,
aðeins örlitla stund.
Þá álögum losna ég úr.
[m.a. á plötunni Todmobile – Todmobile]