Útó-pía

Útó-pía
(Lag / texti: Sverrir Stormsker)

Svaka er daman sæt í framan.
Svona píu gef ég tíu.
Fallegri augu aldrei hef ég
augum barið fyrr.

Ég trúi varla eigin augum,
er ég kannski að fara á taugum?
Langflestar stelpur líkjast draugum
en þessi minnir á mig.

Heyrðu ljóska, viltu líta‘ á mig,
ég er að leka niður, skíta‘ á mig.
Ég mun, góða, ekki grýta þig,
ekki gefa í mig frat.
Ég er ekki frægur fyrir morð,
má ég fá að segja nokkur orð?
Ég á pantað uppá Birni borð,
má ég bjóða þér í mat?

Ég er alveg eins og sauður,
örugglega í framan rauður.
Ég vildi að ég dytti dauður,
dræpist hér og nú.

Komdu hingað kæra, sestu.
hvað úr mínum augum lestu?
Jú, ég á pantað stæði við Bæjarins bestu,
ég býð þér einar sjö.

Heyrðu ljóska, viltu líta‘ á mig,
ég er að leka niður, skíta‘ á mig.
Ég mun, góða, ekki grýta þig,
ekki gefa í mig frat.
Ég er ekki frægur fyrir morð,
má ég fá að segja nokkur orð?
Ég á pantað uppá Birni borð,
má ég bjóða þér í mat?

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]