Ég er hlandauli

Ég er hlandauli
Lag og texti Sverrir Stormsker

Ég er hlandauli, klunni og algjört naut.
Ég er skíthaus og því er mitt líf í graut.
Ég kann ekkert, ég veit ekkert,
ég ekkert skil né get.
Ég er algjört met.

Amma segir að í mér sé skrúfa laus.
Afi spyr mig oft til hvers ég sé með haus.
Ég segi‘ honum ég noti hann
til að kinka kolli með.
Ég er grátlegt peð.

Stelputuðrurnar segja að ég minni á klerk,
að ég sé verri en nokkurt nútímalistaverk,
sé illa gerður, einskis verður,
alveg out of space,
ég sé vonlaust case.

Mamma hrósar mér, hún er jú alltaf væn,
telur mig vera fallegri en Frankenstein,
og pabbi segir að andlit mitt
lýsi heilanum,
lýsi veilunum.

Oft á kvöldin hann pabbi í blíðum tón
segir við mig að ég sé jú sorglegt flón,
sé vonlaus, andlaus, vitlaus, duglaus,
fúll og þvingaður,
að ég hljóti að verða þingmaður.

[af plötunni Sverrir Stormsker – Nú er ég klæddur og kominn á rokk og ról]