Afmælisbörn 17. desember 2020

Sólveig Matthildur

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á lista Glatkistunnar í dag:

Tónlistarkonan Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir er tuttugu og sex ára gömul á þessum degi. Hún er hljómborðsleikari í hljómsveitinni Kælunni miklu sem sigraði Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins 2013 og hefur einnig gefið út nokkrar breiðskífur, Sólveig hefur einnig sjálf sent frá sér tvær sólóplötur og fjölda smáskífna þrátt fyrir ungan aldur.

Vissir þú að plötur Bjarkar skipta þúsundum sé tekið tillit til allra útgáfuforma breið- og smáskífna hennar?