
Sigurlaug Thorarensen / Sillus
Í dag er eitt nafn á afmælislista Glatkistunnar
Það er Sigurlaug Thorarensen sem einnig gengur undir sólólistanafninu Sillus en hún er þrítug á þessum degi. Hún hefur gefið út tilraunakennt raftónlistarefni og unnið tónlist fyrir sjónvarp en einnig sungið með hljómsveitinni BSÍ á plötu sem og starfað með öðru tónlistarfólki s.s. Hermigervli, sem reyndar er bróðir hennar.
Vissir þú að Halldór Kristinsson (Þrjú á palli) er faðir bræðranna Arnars og Rúnars sem skipuðu The Boys?