
Sigríður Kristófersdóttir
Sigríður Kristófersdóttir (fædd vorið 1945) vakti nokkra athygli ung að árum fyrir söng sinn þegar hún kom fram ásamt nokkrum öðrum ungum dægurlagasöngvurum á skemmtunum í Austurbæjarbíói á upphafsárum rokksins í lok sjötta áratugar síðustu aldar. Í kjölfarið söng hún um skeið með hljómsveitinni Tígris sextettnum víða á dansleikjum ásamt fleiri söngvurum en meðal þeirra var eldri systir hennar, Jónína Kristófersdóttir. Sigríður var einnig í kórum á sínum yngri árum að minnsta kosti og lék á hljóðfæri eins og gítar, píanó og harmonikku.
Söngferill Sigríðar varð ekki langur, hún sneri sér að öðrum viðfangsefnum, starfaði við verslun og var reyndar einnig með eigin verslunarrekstur um tíma.
Hún lést í byrjun árs 1998 aðeins 52 ára gömul en hún hafði þá átt í veikindum um nokkurra ára skeið














































