Ævin er skömm

Ævin er skömm
(Lag og texti: Sverrir Stormsker)

Aldnir hafa orðið
ellinni að bráð.
Öllu sem þeir áttu
þeir allir hafa sáð.
Uppskera sinn aldur,
uppskurði og háð.
Hanga inn á hælum
og hugsa sín banaráð.

Ævin er skömm, ungi maður,
þér er það ljóst eins og mér,
samt lifirðu eins og þú hafir
eilífð fyrir þér.

Þú rankar við þér einn morgun,
á enda‘ er þitt æviskeið.
Tíminn styttir þér aldur
og lengir um leið.

Þú göslast um lífið með allt þitt
göfuga nöldur og stress,
gleymir að lífið er til þess
eins að njóta þess.

Á milli tímans tanna
þú trúir á eilífðarvist.
En tíminn er átvagl sem etur
allt með bestu lyst.

Lífið er einnota hóra
sem liggur og stynur hátt.
Farðu upp á hana,
þú færð ekki annan drátt.

Aldurinn hefur upp hugann
á heimskunnar þroskastig.
Þú tórir og drepur tímann
og tíminn drepur þig.

Í hlálegri alvöru eyðir
þú ævinni‘ í líflaust puð,
Ábyrgðarmikill á uppleið,
með unnustu, krakka og guð.

Þú vanfæri, vesæli maður,
vonin er lífið hálft.
Þú vanhugsa, vélræni maður,
vaninn er lífið sjálft.

Horfðu á manninn sem höktir,
horfðu á gamlingjann.
Blíndu á manninn og mundu
að einn morgun verðurðu hann.

[af plötunn Sverrir Stormsker – Stormskers guðspjöll]