Afmælisdiktur (úr Ofvitanum)

Afmælisdiktur (úr Ofvitanum)
(Lag / texti: Atli Heimir Sveinsson / Þórbergur Þórðarson)

Í Skólavörðuholtið hátt
hugurinn skoppar núna.
Þar var áður kveðið kátt
og kalsað margt um trúna.

Þar var Herdís, þar var smúkt,
þar skein sól í heiði.
Þar var ekki á hækjum húkt
né hitt gert undir leiði.

Ef þú ferð á undan mér
yfir í sælli veröld,
taktu þá á móti mér
með þín sálarkeröld.

En ef ég fer á undan þér
yfir sælustraffið,
mun ég taka á móti þér,
Manga gefur kaffið.

[m.a. á plötunni Kór Víkurskóla – Vorið góða]