Ef að mamma vissi það
(Lag / texti: erlent lag / Skafti Sigþórsson)
Ég á unga, laglega og litla snót
og langar fara á stefnumót
með henni hvert einasta kvöld.
Nú er ég kominn í gleði og glaum,
ég gef mér dálítinn lausan taum
með henni, sem ég elska í kvöld.
Og ef að mamma vissi að
ég væri hér á þessum stað,
þá yrði pabbi máske mát
en mamma brysti strax í grát.
Mér er sama hvað aðrir segja um mig,
nú syng ég, dansa og kyssi þig,
en aðeins þetta einasta kvöld.
[m.a. á plötunni Strákarnir okkar – ýmsir]