Mikið var gaman að því

Mikið var gaman að því
(Lag og texti: Steingrímur M. Sigfússon)

Manstu systir bernskuna blíðu,
bæinn gamla, hlíðina fríðu?
Manstu kvöldin, kyrrlát og fögur,
kvæðin hennar ömmu og sögur?
Þá var hoppað, hlegið og dansað,
heldur betur – aldrei var stansað,
meðan entist máttur í fótum.
Mikið var gaman að því.

Bernskuárin bestu liðu, börnin urðu stór.
Æskustörfin okkar biðu, allt að vonum fór.
Þó er ennþá, einkum á kvöldin,
eins og bernskan taki sér völdin.
Þá er aftur hoppað og hlegið.
Hamingjan birtist á ný.
Mikið var gaman að þv

[m.a. á plötunni Svona var 1957 – ýmsir]