Híf opp æpti kallinn

Híf opp æpti kallinn
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Viðlag
Híf opp æpti kallinn,
inn með trollið, inn!
Hann er að gera haugasjó,
inn með trollið, inn!

Og kalli þessu hásetarnir hlýddu eins og skot
og út á dekkið ruddust þeir og fóru strax á flot.

Viðlag

Siggi gamli bræðslumaður stóð og verk sitt vann,
er hundrað lítra grútarkaggi hvolfdist yfir hann.

Viðlag

Í eldhúsinu ástandið var ekki heldur gott,
því kokkurinn á hausinn stakkst í stóran grautarpott.

Viðlag

Og gegnum brotnar rúðurnar í brúnni aldan óð,
svo kallinn alveg klofblautur í köldum sjónum stóð.

Viðlag

En veðurgnýrinn kæfði loksins alveg öskur hans
og trollið sjálft var löngu farið allt til andskotans.

Viðlag

[m.a. á plötunni Nú syngja allir með aftur – ýmsir]