Söngur jólasveinanna
(Lag / texti: Jón Múli Árnason / Jónas Árnason)
Úti er alltaf að snjóa,
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum.
En sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín,
þó þig vanti vítamín.
Ávexti eigum við nóga
handa litlu krökkunum
sem kúra sig í brökkunum.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.
Þótt kinnin þín litla sé kannski soldið köld og blá,
áttu samt vini sem aldrei bregðast:
af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá.
Sussum og sussum og róa,
ekki gráta elskan mín
þó þig vanti vítamín.
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.
[m.a. á plötunni Lög Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar – ýmsir]