Áfram veginn

Áfram veginn
(Lag / texi: erlent lag / Freysteinn Gunnarsson)

Áfram veginn í vagninum ek ég
inn í vaxandi kvöldskugga þröng.
Ökubjöllurnar blíðróma kliður
hægur blandast við ekilsins söng.

Og það ljóð sem hann ljúflega syngur
vekur löngun og harmdögg á brá.
Og það hjarta sem hart var og dofið
slær nú hraðar af söknuði‘ og þrá.

Og ég minnist frá æskunnar stundum,
hversu ástin í hjarta mér brann
meðan saman við sátum þar heima,
þegar sól bak við háfjöllin rann.

Nú er söngurinn hljóður og horfinn,
aðeins hljómur frá bjöllunnar klið.
Allt er hljótt yfir langferðaleiðum þess,
er leitar að óminni‘ og frið.

[m.a. á plötunni Mýrin – úr kvikmynd]