Barn

Barn
(Lag / texti: Ragnar Bjarnason / Steinn Steinarr)

Ég var lítið barn og ég lék mér við ströndina.
Tveir dökkklæddir menn gengu framhjá og heilsuðu:
Góðan dag, litla barn.
Góðan dag.

Ég var lítið barn og ég lék mér við ströndina.
Tvær ljóshærðar stúlkur gengu framhjá og hvísluðu:
Komdu með, ungi maður.
Komdu með.

Ég var lítið barn og ég lék mér við ströndina.
Tvö hlæjandi börn gengu framhjá og kölluðu:
Gott kvöld, gamli maður.
Gott kvöld.

[Fleiri en eitt lag er til við þennan texta]
[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Heyr mitt ljúfasta lag]