Amma raular í rökkrinu

Amma raular í rökkrinu 
(Lag / texti: Guðmundur Árnason / Anton Helgi Jónsson)
 
Í Washington eflir sjötugur forseti frið
og hann kvakar öll sín makalausu ljóðaljóð.
Í Washington eflir sjötugur forseti frið
og hjá fjendum vill hann fá að renna við
með friðargæslulið.

Frá Jú – ess – ei flykkjast dópaðir dátar í stríð
og þeir kvaka öll sín makalausu ljóðaljóð.
Frá Jú – ess – ei flykkjast dópaðir dátar í stríð
og þeir óttast hvorki vos í vætutíð
né varnarlausan lýð.

viðlag
Ég kveð í rökkrinu ljóð.
Ég kveð um ribbalda stóð.
Ég kveð í rökkrinu ljóð.
Ég kveð um ribbalda stóð
– Enn rennur blóð eftir slóð.

Í Moskvuborg eflir sjötugur forseti frið
og hann kvakar öll sín makaluaus ljóðaljóð.
Í Moskvuborg eflir sjötugur forseti frið
og hjá fjendum vill hann fá að renna við
með friðargæslulið.

Frá Rússí-á flykkjast dópaðir dátar í stríð
og þeir kvaka öll sín makalausu ljóðaljóð.
Frá Rússí-á flykkjast dópaðir dátar í stríð
og þeir óttast hvorki vos í vætutíð
né varnarlausan lýð

viðlag

Í Reykjavík býr hún amma og fer öll á ið
er hún kvakar öll sín makalausu ljóðaljóð.
Í Reykjavík býr hún amma og fer öll á ið
því hún bíður þess að bomban líti við, já bomban líti við.
Hún bíður eins og þið.
Hún bíður eins og þið.
 
[af plötunni Guðmundur Árnason – Mannspil]