Draumur minn

Draumur minn
(Lag / texti: erlent lag / Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
 
Draumur minn er lítillátur
og laus við stóryrðanna raust,
laus við öll hin fögru fyrirheit
um frið á jörðu endalaust.
Nei draumur minn er miklu smærri,
hann mælist þér í lófa gjarn.
Draumur minn er frekast draumurinn
um dagsins önn og land og barn.

Og draumur minn er hreint sjálfsagður,
þér sæmir best að trúa‘ á það,
því hann fjallar um réttinn til atvinnu
og frelsis til að velja samastað.
Draumur minn er dágóð íbúð
og dagheimilispláss, helst fljótt.
Og hann fjallar um grænar grundir,
um þig og mig og um sumarnótt.

Og draumur minn er samfélagið,
þar sem þú ert þú og ég er ég,
þar sem við þorum að rísa‘ upp og segja:
Okkar barátta er sameiginleg!
Og draumur minn er miklu stærri
en það, sem málskrúð fær lagt í bú.
Draumur minn er ekki draumur einn
heldur dálítil framtíðartrú,
því hann segir mér að svíkja aldrei,
aldrei mitt eigið barn.
 
[af plötunni Hálft í hvoru – Almannarómur]